Sport

Sportið í dag: Valdís Þóra, nýkrýndur markakóngur, staðan fyrir vestan og lyfjamál

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag, á hverjum virkum degi klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.
Sportið í dag, á hverjum virkum degi klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport. vísir/vilhelm

Þáttur dagsins af Sportinu í dag verður ekki af verri endanum. Hann hefst að vanda klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir sest í stólinn í dag og fer yfir sína framtíð í golfinu.

Markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, Bjarki Már Elísson, verður á línunni frá Lemgo og við heyrum einnig í nýjasta atvinnumanni okkar í handbolta, Grétari Ara Guðjónssyni. 

Svo verður púlsinn tekinn á Birnu Lárusdóttir, formanni barna- og unglinganefndar Vestra, og rætt við hana um stöðu íþrótta á Vestfjörðum sem og framhaldið hjá félaginu. 

Einnig verður Birgir Sverrisson frá Lyfjaeftirliti Íslands í viðtali og rætt við hann um stöðuna á lyfjamálunum á þessum einkennilegu tímum. Þetta og meira til í Sportinu í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×