Gilz stýrir Húkkaraballinu í Eyjum í ár María Lilja Þrastardóttir skrifar 13. júlí 2013 07:15 Egill Einarsson spilar sem MuscleBoy á Húkkaraballinu um verslunarmannahelgina. Fréttablaðið/Arnþór Egill Einarsson mun stýra árlegu Húkkaraballi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. Agli líst vel á að ballið verði haldið utandyra. Tímabært er talið að brjóta upp gamlar hefðir. Húkkaraballið svokallaða verður haldið með breyttu sniði í ár. Ballið verður í fyrsta skipti utandyra og þá sem Stuðlagaball Gillz. Þetta staðfestir Egill Einarsson sjálfur í samtali við Fréttablaðið. Egill hefur haldið álíka kvöld undanfarið á landsbyggðinni og fullt hefur verið út úr dyrum. Hann kallar sig MuscleBoy á sviði. „MuscleBoy hefur einungis spilað á tveimur böllum. Að fá svona risaball eftir einungis tvö gigg er frábært enda er strax farið að tala um mann sem einn virtasta DJ landsins,“ segir Egill. Einnig hefur verið tilkynnt að Húkkaraballið verði í fyrsta sinn haldið utandyra í ár. Ástæða þess að bregða á út af vananum og halda ballið úti er einföld segir Hörður Orri Grettisson. Tími sé kominn til þess að brjóta upp gamlar hefðir og óviðeigandi hafi þótt að hafa ballið á íþróttasvæðinu. „Þetta hefur verið með sama sniði í mörg ár og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Við ætlum því að reyna að vera úti ef veður leyfir,“ segir Hörður. Sjálfur segist Egill spenntur að fá að spila utandyra. „Mér líst líka mjög vel á það hjá Þjóðhátíðarnefndinni að halda ballið úti núna. Það væri rosalegt að sjá „glowstickin“ í smá rigningu í takt við alvöru tónlist,“ segir Egill og tekur fram að það sé mikill heiður fyrir sig að fá að taka þátt í hátíðinni með þessum hætti. „Ég fór á mínu fyrstu Þjóðhátíð tveggja ára og á mikið af frændfólki í Eyjum. Ég sagði við Tinnu Tomm frænku mína þegar ég var sex ára að ég myndi einhvern tíma spila á Þjóðhátíð. Hún grét úr hlátri, en hver hlær í dag?“ spyr Egill kíminn. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Egill Einarsson mun stýra árlegu Húkkaraballi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. Agli líst vel á að ballið verði haldið utandyra. Tímabært er talið að brjóta upp gamlar hefðir. Húkkaraballið svokallaða verður haldið með breyttu sniði í ár. Ballið verður í fyrsta skipti utandyra og þá sem Stuðlagaball Gillz. Þetta staðfestir Egill Einarsson sjálfur í samtali við Fréttablaðið. Egill hefur haldið álíka kvöld undanfarið á landsbyggðinni og fullt hefur verið út úr dyrum. Hann kallar sig MuscleBoy á sviði. „MuscleBoy hefur einungis spilað á tveimur böllum. Að fá svona risaball eftir einungis tvö gigg er frábært enda er strax farið að tala um mann sem einn virtasta DJ landsins,“ segir Egill. Einnig hefur verið tilkynnt að Húkkaraballið verði í fyrsta sinn haldið utandyra í ár. Ástæða þess að bregða á út af vananum og halda ballið úti er einföld segir Hörður Orri Grettisson. Tími sé kominn til þess að brjóta upp gamlar hefðir og óviðeigandi hafi þótt að hafa ballið á íþróttasvæðinu. „Þetta hefur verið með sama sniði í mörg ár og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Við ætlum því að reyna að vera úti ef veður leyfir,“ segir Hörður. Sjálfur segist Egill spenntur að fá að spila utandyra. „Mér líst líka mjög vel á það hjá Þjóðhátíðarnefndinni að halda ballið úti núna. Það væri rosalegt að sjá „glowstickin“ í smá rigningu í takt við alvöru tónlist,“ segir Egill og tekur fram að það sé mikill heiður fyrir sig að fá að taka þátt í hátíðinni með þessum hætti. „Ég fór á mínu fyrstu Þjóðhátíð tveggja ára og á mikið af frændfólki í Eyjum. Ég sagði við Tinnu Tomm frænku mína þegar ég var sex ára að ég myndi einhvern tíma spila á Þjóðhátíð. Hún grét úr hlátri, en hver hlær í dag?“ spyr Egill kíminn.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira