Innanhúshönnuðirinn Ángel Rico fékk það verkefni á dögunum að hanna átján fermetra íbúð í strandbænum Coma-Ruga sem er um sjötíu kílómetrum frá Barcelona.
Það má með sanni segja að hver sentímetri sé nýttur til hins ítrasta í eigninni en þar geta alls fimm einstaklingar gist og hægt er að halda matarboð fyrir tíu manns.
Hönnunin er í raun ótrúleg og náði Rico að koma fyrir hjónarúmi upp í loftið eignarinnar, þrátt fyrir að nokkuð lágt sé til lofts.
Hér að neðan má sjá umfjöllun Kristen Dirksen um eignina á Spáni.