Innlent

Ekki verður aðhafst frekar

Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að ekki verði frekar aðhafst vegna aðgerðarleysis lögreglumanns þegar kynferðisbrot var framið á sautján ára pilti. Bogi segir embættið alltaf líta á rannsóknir og komi með ábendingar ef eitthvað má betur fara. Hann segir skýringa hafa verið leitað vegna þessa máls og lögreglustjórinn í Reykjavík hafi farið yfir málið með lögreglumanninum sem átti í hlut og þeim þætti málsins sé þar með lokið. Maðurinn sem framdi kynferðisbrotið var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa fengið piltinn, sem er þroskahefur, til að hafa við sig endaþarmsmök og munnmök á gistiheimili í Reykjavík. Upp komst um málið vegna rannsóknar lögreglu á manninum sem hafði verið í óeðlilegu sms-sambandi við annan dreng. Lögreglan kom á skilaboðasambandi við manninn og þóttist vera einhver piltur sem vildi hitta manninn og veitti honum eftirför. Lögreglumaðurinn beindi manninum á Hlemm þar sem hann varð vitni að því þegar maðurinn hitti þroskahefta piltinn, fylgdi þeim eftir og beið fyrir utan gistiheimilið á meðan brotið var gegn piltinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×