Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óli Tynes skrifar 15. maí 2007 10:46 Oscar Pistorius á gervifótum frá Össuri. Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. Pistorius var kannski fótalaus en hann hafði járnvilja. Sem unglingur spilaði hann ruðning, tennis og vatna-póló á gervifótum. Í janúar árið 2004 brotnaði hægra hné hans í ruðningskeppni og læknar ráðlögðu honum að skipta yfir í hlaup. Sautján ára gamall tók hann þátt í móti fyrir fatlaða í heimabæ sínum Pretóríu eftir að hafa æft hlaup í aðeins tvo mánuði. Hann hljóp 100 metrana á 11,51 sekúndu. Heimsmetið var þá 12.2 sekúndur. Síðan hefur Pistorius sett hvert heimsmetið á fætur öðru. Og nú vill hann hlaupa með ófötluðum á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Við það hafa hinsvegar vaknað ýmsar siðferðilegar spurningar. Eins og hvort hinir fjaðurmögnuðu Cheetah Flex-Foot gervifæturnir frá Össuri gefi honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Um það er nú deilt hart í íþróttaheiminum. Sérfræðingar báðum megin borðsins hafa tínt til kosti og ókosti þess að vera fótalaus hlaupari sem getur nýtt sér hátækni til að ná árangri. Hin siðferðilega spurning er eiginlega hversu langt er hægt að ganga í að nota tæknina áður en það fer að teljast ómennskt. Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. Pistorius var kannski fótalaus en hann hafði járnvilja. Sem unglingur spilaði hann ruðning, tennis og vatna-póló á gervifótum. Í janúar árið 2004 brotnaði hægra hné hans í ruðningskeppni og læknar ráðlögðu honum að skipta yfir í hlaup. Sautján ára gamall tók hann þátt í móti fyrir fatlaða í heimabæ sínum Pretóríu eftir að hafa æft hlaup í aðeins tvo mánuði. Hann hljóp 100 metrana á 11,51 sekúndu. Heimsmetið var þá 12.2 sekúndur. Síðan hefur Pistorius sett hvert heimsmetið á fætur öðru. Og nú vill hann hlaupa með ófötluðum á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Við það hafa hinsvegar vaknað ýmsar siðferðilegar spurningar. Eins og hvort hinir fjaðurmögnuðu Cheetah Flex-Foot gervifæturnir frá Össuri gefi honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Um það er nú deilt hart í íþróttaheiminum. Sérfræðingar báðum megin borðsins hafa tínt til kosti og ókosti þess að vera fótalaus hlaupari sem getur nýtt sér hátækni til að ná árangri. Hin siðferðilega spurning er eiginlega hversu langt er hægt að ganga í að nota tæknina áður en það fer að teljast ómennskt.
Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira