Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:30 Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35