Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi: Lögðu hald á 13,5 lítra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2020 19:00 Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda. Lögreglumál Fíkn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda.
Lögreglumál Fíkn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira