Erlent

Óttast um fornminjarnar

guðsteinn bjarnason skrifar
Fornminjarnar eru flestar í suðurhluta bæjarins en vígamennirnir komust inn í bæinn norðanfrá.
Fornminjarnar eru flestar í suðurhluta bæjarins en vígamennirnir komust inn í bæinn norðanfrá. fréttablaðið/EPA
Vígasveitir Íslamska ríkisins eru nú aftur komnar í sókn eftir nokkurt bakslag bæði í Sýrlandi og Írak. Um helgina náðu þær á sitt vald bænum Ramadí í Írak og í gær komust þær inn í hluta bæjarins Palmyra í Sýrlandi.

Óttast er um merkar fornminjar í Palmyra, en liðsmenn samtakanna hafa gert sér far um að eyðileggja flestar fornminjar sem þeir hafa komist í tæri við.

Fornminjarnar í Palmyra eru flestar í suðurhluta bæjarins, en vígamennirnir komust inn í bæinn norðanfrá og mæta harðri mótspyrnu frá stjórnarher Basher al Assads forseta.

Í Írak hafa þúsundir manna flúið frá borginni Ramadí eftir að Íslamska ríkið náði henni á sitt vald um helgina. Flóttafólkið fékk í gær leyfi til að fara yfir brú yfir Efrat-fljótið, en þaðan er stutt til höfuðborgarinnar Bagdad.

Íraski herinn hefur verið að búa sig undir gagnsókn til að endurheimta Ramadí, en óvíst er hvenær leggja á til atlögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×