AGS óttast að kjaradeilur geti grafið undan stöðugleikanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að þrátt fyrir skammtíma óstöðugleika geti Íslendingar haldið áfram með afnám hafta. fréttablaðið/gva Deilur á vinnumarkaði gætu stefnt efnahagslegum stöðugleika í hættu, í það minnsta til skamms tíma. Þetta segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. Peter Dohlman, formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland, og Ghada Fayad, fulltrúi í sendinefndinni, kynntu yfirlýsingu nefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ágreiningurinn á vinnumarkaðnum gæti grafið undan þeim vexti og stöðugleika sem hefur náðst allt frá bankahruni. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að vinna saman að því að ná kjarasamningum sem verða til þess að varðveita stöðugleika, samkeppnishæfni og sjálfbæran vöxt. Ef miklar launahækkanir verða, langt umfram framleiðnivöxt og verðbólgumarkmið, þurfi að grípa til viðbragða til þess að halda stöðugleikanum. Þetta þýði aðhaldssamari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í opinberum fjármálum. „Ísland virðist vera reiðubúið til þess að stíga skref varðandi frjálsari fjármagnsflutninga en neikvæð áhrif mikilla launahækkana, einkum á samkeppnishæfni Íslands, mun hægja á því ferli,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir að óvissa sé um niðurstöður kjarasamninga séu vísbendingar um að launahækkanir á þriggja ára samningstíma verði sennilegast vel yfir áætlaðri framleiðniaukningu og verðbólgumarkmiði á Íslandi og umfram launahækkanir í helstu viðskiptaríkjum Íslands. Þetta muni leiða til þess að verðbólga fari vel yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans, setji þrýsting í fjármálum, dragi úr trausti og úr samkeppnishæfni. Allt þetta muni versna enn frekar ef ytri aðstæður auka á vandann, svo sem aðstæður á evrusvæðinu. Verði miklar nafnlaunahækkanir að veruleika telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að herða þurfi peningamálastefnuna á næstu árum til þess að verðbólgan verði við verðbólgumarkmiðið. Bregðist Seðlabankinn þannig við ætti landsframleiðsla að geta aukist á þessu ári, einkum vegna aukinnar einkaneyslu eftir launahækkanir, aukinnar fjárfestingar og vaxandi ferðaþjónustu. Við þessar aðstæður myndi verðbólga ná hámarki árið 2016 og ná síðan verðbólgumarkmiði að nýju. Áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af stöðunni á vinnumarkaði eru í takti við þær áhyggjur sem lýst var í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út fyrr í mánuðinum. „Staðan á vinnumarkaði er mjög alvarleg og launakröfur uppi sem eru þess eðlis að hætta er á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna,“ segir í Peningamálum. Þar segir einnig að samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist meðal annars í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta.Álit VR á skjön við álit Seðlabankans Fullyrt hefur verið að kjarasamningar 2011 hafi leitt til verðbólguskots. En ekki eru allir sammála um áhrif launahækkana á verðbólgu. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, sagði í pistli á vef félagsins fyrr í vetur að fjölmargir þættir hafi áhrif á verðlag og laun séu eflaust einn af þeim. Hann segir hlutdeild launa þó vera töluvert minni en almennt sé haldið fram. Verðbólga hafi verið lág í vetur vegna gífurlegrar lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og tiltölulega lítilla sveiflna í gengi krónunnar. Árið 2011, þegar kjarasamningar voru gerðir, hafi þessu verið öfugt farið. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið búið að hækka um 35 prósent sex mánuði fyrir kjarasamningsbundna hækkun launa í júní 2011 og gengið búið að veikjast um 6,3 prósent yfir sama tímabil. Verkfall 2016 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Deilur á vinnumarkaði gætu stefnt efnahagslegum stöðugleika í hættu, í það minnsta til skamms tíma. Þetta segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. Peter Dohlman, formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland, og Ghada Fayad, fulltrúi í sendinefndinni, kynntu yfirlýsingu nefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ágreiningurinn á vinnumarkaðnum gæti grafið undan þeim vexti og stöðugleika sem hefur náðst allt frá bankahruni. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að vinna saman að því að ná kjarasamningum sem verða til þess að varðveita stöðugleika, samkeppnishæfni og sjálfbæran vöxt. Ef miklar launahækkanir verða, langt umfram framleiðnivöxt og verðbólgumarkmið, þurfi að grípa til viðbragða til þess að halda stöðugleikanum. Þetta þýði aðhaldssamari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í opinberum fjármálum. „Ísland virðist vera reiðubúið til þess að stíga skref varðandi frjálsari fjármagnsflutninga en neikvæð áhrif mikilla launahækkana, einkum á samkeppnishæfni Íslands, mun hægja á því ferli,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir að óvissa sé um niðurstöður kjarasamninga séu vísbendingar um að launahækkanir á þriggja ára samningstíma verði sennilegast vel yfir áætlaðri framleiðniaukningu og verðbólgumarkmiði á Íslandi og umfram launahækkanir í helstu viðskiptaríkjum Íslands. Þetta muni leiða til þess að verðbólga fari vel yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans, setji þrýsting í fjármálum, dragi úr trausti og úr samkeppnishæfni. Allt þetta muni versna enn frekar ef ytri aðstæður auka á vandann, svo sem aðstæður á evrusvæðinu. Verði miklar nafnlaunahækkanir að veruleika telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að herða þurfi peningamálastefnuna á næstu árum til þess að verðbólgan verði við verðbólgumarkmiðið. Bregðist Seðlabankinn þannig við ætti landsframleiðsla að geta aukist á þessu ári, einkum vegna aukinnar einkaneyslu eftir launahækkanir, aukinnar fjárfestingar og vaxandi ferðaþjónustu. Við þessar aðstæður myndi verðbólga ná hámarki árið 2016 og ná síðan verðbólgumarkmiði að nýju. Áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af stöðunni á vinnumarkaði eru í takti við þær áhyggjur sem lýst var í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út fyrr í mánuðinum. „Staðan á vinnumarkaði er mjög alvarleg og launakröfur uppi sem eru þess eðlis að hætta er á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna,“ segir í Peningamálum. Þar segir einnig að samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist meðal annars í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta.Álit VR á skjön við álit Seðlabankans Fullyrt hefur verið að kjarasamningar 2011 hafi leitt til verðbólguskots. En ekki eru allir sammála um áhrif launahækkana á verðbólgu. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, sagði í pistli á vef félagsins fyrr í vetur að fjölmargir þættir hafi áhrif á verðlag og laun séu eflaust einn af þeim. Hann segir hlutdeild launa þó vera töluvert minni en almennt sé haldið fram. Verðbólga hafi verið lág í vetur vegna gífurlegrar lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og tiltölulega lítilla sveiflna í gengi krónunnar. Árið 2011, þegar kjarasamningar voru gerðir, hafi þessu verið öfugt farið. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið búið að hækka um 35 prósent sex mánuði fyrir kjarasamningsbundna hækkun launa í júní 2011 og gengið búið að veikjast um 6,3 prósent yfir sama tímabil.
Verkfall 2016 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira