Aldraðir hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar