Innlent

Ráðgert að koma upp 240 manna varaliði

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Ríkislögreglustjóri leggur til að komið verði upp um 240 manna launuðu varaliði lögreglu og almannavarna. Með því yrði mannafli lögreglunnar í landinu um það bil þúsund manns. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í gær.

Björn benti á að við núverandi aðstæður í heiminum skiptu störf annarra stofnana en herja, æ meira máli við að tryggja öryggi borgaranna. Í því sambandi nenfdi hann lögreglu, tollgæslu og landamæravörslu. Borgaralegar stofnanir kæmu nú mun meira við sögu heimavarna en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×