Wimbledon risamótið í tennis fer ekki fram í ár en tekin var ákvörðun um það í dag að aflýsa mótinu.
Wimbledon risamótið í tennis er nýjasta stóra íþróttamótið í heiminum sem fer ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Forráðamenn Wimbledon mótsins ætla ekki að reyna fresta mótinu fram á haustið heldur var tekin sú ákvörðun að aflýsa því alveg. Það fer því ekki fram fyrr en á árinu 2021.
BREAKING: This summer's Wimbledon has been cancelled due to coronavirus, the All England Club has confirmed.
— Sky News (@SkyNews) April 1, 2020
Get the latest on #coronavirus here: https://t.co/LMz1mM3o8E pic.twitter.com/oSMufUaCgr
Wimbledon mótið hefur farið fram á hverju ári síðan í seinni heimsstyrjöldinni en þá var því síðast aflýst.
Mótið átti að fara fram frá 29. júní til 12. júlí í sumar.
Evrópumótið í knattspyrnu og Ólympíuleikarnir áttu líka að fara fram í sumar en báðum mótum hefur verið frestað fram á næsta ár.
Wimbledon mótið er annað risamót ársins í tennis sem fer ekki fram á sínum tíma en áður hafði verið tekin ákvörðun um að færa opna franska meistaramótið frá maí fram í september.
It is with great regret that the AELTC has today decided that The Championships 2020 will be cancelled due to public health concerns linked to the coronavirus epidemic.
— Wimbledon (@Wimbledon) April 1, 2020
The 134th Championships will instead be staged from 28 June to 11 July 2021.https://t.co/c0QV2ymGAt