Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Svíum í næsta mánuði þar sem leikið verður um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Baldvin Þorsteinsson og Einar Örn Jónsson detta út úr upprunalegum 20 manna æfingahópi og því er nú klárt hvaða 18 menn það verða sem mæta Svíunum í leikjunum mikilvægu í júní.
Markverðir:
Roland Valur Eradze, Stjörnunni
Hreiðar L. Guðmundsson, KA
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum,
Aðrir leikmenn:
Vignir Svavarsson, Skjern
Sigfús Sigurðsson, Magdeburg
Sverrir Björnsson, Fram
Arnór Atlason, Magdeburg
Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach
Snorri Steinn Guðjónsson, GWD Minden
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt
Alexander Petersson, Grosswallstadt
Ragnar Óskarsson, Ivry
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Logi Geirsson, Lemgo
Markús Máni Michaelsson, Düsseldorf
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Lemgo
Jaliesky Garcia, Göppingen