Hæstiréttur vísar hópmálsókn gegn Björgólfi frá Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. maí 2016 14:42 Björgólfur Thor skýtur föstum skotum að Árna Harðarssyni og Róbert Wessman á bloggi sínu. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið." Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið."
Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00