Sportpakkinn: Janúar mjög krefjandi fyrir starfsmenn Laugardalsvallar en völlurinn leit vel út í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 16:00 Grasið á Laugardalsvellinum í dag og Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Vísir/Sigurjón Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira