Messi gæti farið fyrir frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi ræður sinni framtíð sjálfur. Hér er hann með Gullboltann sem hann vann í sjötta sinn í fyrra. Getty/Alex Caparro Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30
Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00