Fjármálaráðherra boðar aukin útgjöld ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 12:08 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira” Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira” Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56
Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45