Háskóli Íslands, af hverju ég en ekki þau? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun