Andre Iguodala, lykilmaður í meistaraliði Golden State Warriors, er kominn til Miami Heat, en hann hafði ekki spilað í eina mínútu á tímabilinu.
Golden State Warriors lét hinn 36 ára gamla Andre Iguodala fara í sumar til að búa til pláss undir launaþakinu en hann átti eftir eitt ár á samningi sínum.
Andre Iguodala var því leikmaður Memphis Grizzlies en hafði ekkert spilað með liðinu í vetur. Memphis Grizzlies tók á endanum þá ákvörðun að skipta honum til Miami Heat. Justise Winslow mun fara til Memphis Grizzlies.
A league source tells ESPN's Adrian Wojnarowski that the Grizzlies have agreed to a deal to send Andre Iguodala to the Heat.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 6, 2020
Iguodala brings plenty of playoff experience, playing in 145 postseason games, 3rd-most among active players, trailing only LeBron James & Udonis Haslem. pic.twitter.com/qFs330l7f5
Andre Iguodala gekk strax frá tveggja ára framlengingu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala eða 3,77 milljarða íslenskra króna. Hann segist vera spenntur að spila með Miami liðinu og þá sérstaklega með Jimmy Butler. Butler talaði sjálfur um það að Iguodala kæmi með sigurhugarfar inn í Miami liðið.
Miami Heat er líka að vinna í því að fá ítalska körfuboltamanninn Danilo Gallinari frá Oklahoma City Thunder.
Andre Iguodala vann þrjá meistaratitla með Golden State Warriors þar sem hann kom oftast inn af bekknum. Hann er frábær varnarmaður og mikill liðsmaður.
Iguodala var með 5,7 stig, 3,7 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni með Golden Stata á síðasta tímabili en hækkaði þær tölur upp í 9,8 stig, 4,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni þar sem Warriors liðið komst í lokaúrslitin í fimmta sinn í röð.
New #Heat forward @andre talks about his trade to Miami with @TheUndefeated. Learn more about the veteran’s power move soon in @TheUndefeated and @espn I. A wide-ranging interview. #NBApic.twitter.com/AggL4emYsC
— Marc J. Spears (@MarcJSpearsESPN) February 6, 2020