Arftaki SKAM var óvænt frumsýndur um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 15:02 Myndirnar eru fengnar af Instagram-reikningum aðalpersónanna þriggja, Ellu, Susanne og Mats. Mynd/Samsett Norska ríkissjónvarpið NRK frumsýndi óvænt nýja þáttaröð í anda norsku vefþáttaraðarinnar SKAM aðfararnótt sunnudags nú um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna sem sýndir eru á vef NRK P3. Þáttaröðin SKAM kvaddi í fyrra á hátindi vinsælda sinna, og er áfallið aðdáendum þáttanna eflaust í fersku minni. Téðir aðdáendur geta hins vegar tekið gleði sína á ný en eins og áður sagði minnir hin nýja sería, sem ber heitið Blank, um margt á SKAM.Sjá einnig: Þetta tekur við hjá stjörnunum í SKAM Umfjöllunarefnið er, sem áður, norskir unglingar í Ósló, þó að persónurnar í Blank séu nokkuð eldri en Noora, Eva, Isak og félagar þeirra. Aðalpersóna þáttanna er hin 19 ára Ella sem hefur nýlokið námi við VGS-framhaldsskólann í Ósló, að því er fram kemur á vef NRK. Í þáttunum er fylgst með lífi Ellu og bestu vinkonu hennar, Susanne, auk Mats, kærasta Ellu. Aðdáendur geta fylgt persónunum á Instagram, líkt og boðið var upp á í SKAM. Finn 0 feil A post shared by Ella Correia Midjo (@ellamidjo) on Apr 13, 2018 at 10:16am PDT Þá er hægt að fylgjast með gangi þáttanna á heimasíðu norska ríkisútvarpsins en þar eru auk þess birtar klippur, SMS-samskipti persónanna og fleira efni úr þáttunum. Þættirnir sjálfir koma svo út á sunnudögum. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir hafa ekkert verið auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu, að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Svipaður háttur var hafður á við framleiðslu SKAM á sínum tíma en aðstandendur þáttanna gáfu ekkert uppi um ferlið áður en þættirnir voru sýndir. Þá var greint frá því á dögunum að önnur unglingasería í anda SKAM yrði frumsýnd á vef NRK. Sú ber heitið Lovleg og gerist, líkt og SKAM, í menntaskóla en að þessu sinni í afskekkta bænum Sandane í Noregi. Tökur á þeim hefjast í sumar. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25 SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21 Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Norska ríkissjónvarpið NRK frumsýndi óvænt nýja þáttaröð í anda norsku vefþáttaraðarinnar SKAM aðfararnótt sunnudags nú um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna sem sýndir eru á vef NRK P3. Þáttaröðin SKAM kvaddi í fyrra á hátindi vinsælda sinna, og er áfallið aðdáendum þáttanna eflaust í fersku minni. Téðir aðdáendur geta hins vegar tekið gleði sína á ný en eins og áður sagði minnir hin nýja sería, sem ber heitið Blank, um margt á SKAM.Sjá einnig: Þetta tekur við hjá stjörnunum í SKAM Umfjöllunarefnið er, sem áður, norskir unglingar í Ósló, þó að persónurnar í Blank séu nokkuð eldri en Noora, Eva, Isak og félagar þeirra. Aðalpersóna þáttanna er hin 19 ára Ella sem hefur nýlokið námi við VGS-framhaldsskólann í Ósló, að því er fram kemur á vef NRK. Í þáttunum er fylgst með lífi Ellu og bestu vinkonu hennar, Susanne, auk Mats, kærasta Ellu. Aðdáendur geta fylgt persónunum á Instagram, líkt og boðið var upp á í SKAM. Finn 0 feil A post shared by Ella Correia Midjo (@ellamidjo) on Apr 13, 2018 at 10:16am PDT Þá er hægt að fylgjast með gangi þáttanna á heimasíðu norska ríkisútvarpsins en þar eru auk þess birtar klippur, SMS-samskipti persónanna og fleira efni úr þáttunum. Þættirnir sjálfir koma svo út á sunnudögum. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir hafa ekkert verið auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu, að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Svipaður háttur var hafður á við framleiðslu SKAM á sínum tíma en aðstandendur þáttanna gáfu ekkert uppi um ferlið áður en þættirnir voru sýndir. Þá var greint frá því á dögunum að önnur unglingasería í anda SKAM yrði frumsýnd á vef NRK. Sú ber heitið Lovleg og gerist, líkt og SKAM, í menntaskóla en að þessu sinni í afskekkta bænum Sandane í Noregi. Tökur á þeim hefjast í sumar.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25 SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21 Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25
SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21
Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00