Spielberg fyrstur yfir tíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 13:40 Steven Spielberg er hér mögulega að útskýra hvernig hann þarf einungis að snerta handrit til að breyta því í peninga. Vísir/Getty Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein