Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Framkvæmdastjórinn segir skorta pólitískan vilja til að gera samning við Klíníkina. Þingmaður VG segir varhugavert að gera slíkan samning og hafa þannig liðskiptaaðgerðir á fleiri stöðum en færri. 385 eru á biðlista. Vísir/Getty Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00
Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30