Innlent

Asparglytta herjar á íslensk tré

MYND/Náttúrufræðistofnun/Erling Ólafsson

Meindýrið asparglytta sem herjar á tré hefur í fyrsta sinn fundist hér á landi að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Asparglytta ber latneska heitið Phratora vitellinae og er bjalla en hún er vel þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu.

Bjallan, sem er fagurgræn að lit, fannst í fyrra í reit hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Hún gerði aftur vart við sig þar í vor og einnig í reit við Leirvogsá.

Bjöllurnar hafa dálæti á alaskaösp, blæösp, viðju og gulvíði og mun sennilega fátt stöðva framrás þeirra úr þessu. Segir á vef Náttúrufræðistofnunar að spurningin sé fremur hvenær en ekki hvort asparglyttur ná til höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×