Formúla 1

Massa verður á ráspól

Ferrari-bíllinn var hraðskreiðastur í Malasíu í dag.
Ferrari-bíllinn var hraðskreiðastur í Malasíu í dag. MYND/Getty

Felipe Massa hjá Ferrari verður á ráspól í Malasíukappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun en brasilíski ökuþórinn reyndist hraðskreiðastur í tímatökunum nú í hádeginu. Heimsmeistarinn Fernando Alonso frá Spáni hafnaði í öðru sæti en Kimi Raikönnen, sigurvegari fyrsta mótsins í Ástralíu í síðasta mánuði, ræsir þriðji á morgun.

Lokasekúndurnar í tímatökunni voru æsispennandi en þremenningarnir í efstu sætunum höfðu talsverða yfirburði og reyndust langhraðskreiðastir. Á síðasta hringnum í tímatökunum náði Raikönnen besta tímanum, en aðeins örfáum sekúndum síðar náði Alonso að bæta tímann um rúma 0,1 sekúndum. 10 sekúndum síðar kom Massa í mark í sínum síðasta hring og reyndist hann koma í mark á örlítið betri tíma en Alonso og tryggði sér þannig sæti á ráspól á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×