Haukastúlkur komust í dag í 2-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en þá unnu þær sannfærandi sigur á útivelli, 115-101. Haukastúlkur eru því komnar með afar vænlega stöðu í rimmunni og geta tryggt sér titilinn með sigri í leik liðanna í Hafnarfirði á þriðjudag.
Leikurinn í dag var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin á að ná nokkuð góðu forskoti. Íslandsmeistarar Hauka sigu fram úr eftir því sem leið á síðari hálfleikinn, en Keflavík hafði níu stiga forystu í hálfleik, 59-50. Haukastúlkur unnu síðari hálfleikinn hins vegar með 23 stiga mun og unnu öruggan sigur.