Kanadískur námsmaður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 23:13 Rajeev Ayer hefur verið hér á landi frá því árið 2016 en hann stundar leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Keili. Vísir/Stefán Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira