Hæfilega bjartsýnn 29. október 2004 00:01 Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira