Innlent

Fjórir bætast í hóp smitaðra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fimmtán liggja inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar, samkvæmt tölum á Covid.is.
Fimmtán liggja inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar, samkvæmt tölum á Covid.is. Landspítali/Þorkell

Kórónuveirusmit á Íslandi eru nú orðin 1789 og hafa því fjögur smit bæst við síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is, en sjö greindust með veiruna sólarhringinn á undan. Fimmtán liggja inni á sjúkrahúsi og fimm eru á gjörgæslu.

Þá hafa 1509 náð bata og 270 eru í einangrun. 749 eru í sóttkví en 18.623 hafa lokið sóttkví. Alls hafa 45.093 sýni verið tekin. Tíu sem greinst hafa með veiruna á Íslandi eru látin fram að þessu.

Upplýsingafundur um stöðu mála með tilliti til veirunnar verður haldinn klukkan tvö og streymt í beinni útsendingu hér á Vísi, á Bylgjunni og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×