Innlent

Samþykktin berst seint

Formenn allra svæðafélaga kennara á höfuðborgarsvæðinu samþykktu einróma á fundi á fimmtudagskvöldið að ef miðlunartillaga kæmi fram skyldi verkfalli ekki frestað heldur gengið til atkvæða um hana eins fljótt og mögulegt væri. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þetta rangt. "Formenn allra svæðafélaganna voru ekki á fundi í gær," segir Eiríkur. "Einn af þeim er í samninganefndinni þannig að hann var í Karphúsinu. Það er rétt að það var trúnaðarfundur en samþykkt þess fundar kom til okkar eftir að við höfðum tekið okkar afstöðu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×