Setja 200 milljónir í úrræði fyrir fólk með tvígreindan vanda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 12:35 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar. fréttablaðið/Ernir Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45