Viðskipti erlent

Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan lýsir yfir sakleysi

Kjartan Kjartansson skrifar
Vegfarendur í Tókýó ganga fram hjá upplýsingaskjá með frétt um málið gegn Ghosn.
Vegfarendur í Tókýó ganga fram hjá upplýsingaskjá með frétt um málið gegn Ghosn. Vísir/EPA
Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður Nissan, sagðist saklaus þegar hann kom fyrir dóm í Tókýó í dag í fyrsta skipti frá því að hann var handtekinn í nóvember. Hann fullyrðir að hann hafi verið ranglega sakaður um fjármálamisferli.

Saksóknarar ákærðu Ghosn fyrir að hafa vantalið fram laun sín en hann er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi velt persónulegu fjárhagslegu tapi yfir á japanska bílaframleiðandann.

Fyrir dómi hafnaði Ghosn ákærunni alfarið og sagði hana byggja á rakalausum ásökunum. Þær væru rangar og ósanngjarnar. Hann hafi aldrei fengið greiðslur frá Nissan sem hafi ekki verið gefnar upp.

Málið gegn Ghosn hefur vakið mikla athygli en stjarna hans reis hratt í landinu þegar hann bjargaði Nissan úr fjárhagskröggum. Þannig segir Reuters-fréttastofan að rúmlega ellefu hundruð manns hafi sóst eftir að sitja í dómsal í dag. Fjórtán sæti voru í boði.


Tengdar fréttir

Óvissa um framtíð bílabandalagsins

Handtaka Carlos Ghosn, stjórnarformanns Nissan, Renault og Mitsubishi, getur veikt 20 ára bandalag bílaframleiðendanna þriggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×