Sport

Bölvun Drake lifir enn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
UFC-kappinn Max Holloway er sá eini sem hefur lifað af bölvun Drake. Það er ekkert lítið afrek.
UFC-kappinn Max Holloway er sá eini sem hefur lifað af bölvun Drake. Það er ekkert lítið afrek.
Íþróttalið og íþróttamenn vestanhafs munu líklega afþakka stuðning kanadíska rapparans Drake næstu árin enda tapa allir sem hann heldur með.

Í nótt fór fram úrslitaleikur á milli Alabama og Clemson-háskólunum í amerískum fótbolta. Fyrir nokkrum dögum birti Drake myndband af sér í treyju Alabama og stuðningsmenn Alabama brjáluðust. Sögðust ekki vilja stuðning hans enda væri hann óhappa.

Að sjálfsögðu tapaði Alabama svo leiknum í nótt.





Drake stóð með Conor McGregor á síðasta ári í bardaganum gegn Khabib Nurmagomedov. Conor var pakkað saman. Hann stóð líka með körfuboltaliði Kentucky-skólans sem datt mjög snemma út í háskólakörfunni. Svo styður hann auðvitað Raptors í NBA-boltanum.

Nú bíða menn spenntir eftir næsta „jinxi“ rapparans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×