Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Birkir Már og Kári Árnason í baráttunni gegn Angel Di Maria, leikmanni Argentínu, á HM í Rússlandi 2018. EPA-EFE/PETER POWELL Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu. Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu.
Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45
Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15