Innlent

Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Næraberg við Reykjavíkurhöfn eftir hádegið.
Næraberg við Reykjavíkurhöfn eftir hádegið. Vísir/Anton
34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt íslenskum lögum má hvorki þjónusta skipið né veita skipverjum neina þjónustu hvort sem ræðir olíu, mat eða drykkjarvatn.

Tveir starfsmenn Stálsmiðjunnar-Framtaks gengu um borð í skipið um tvöleytið í dag. Árni Pálsson, verkstjóri hjá stálsmiðjunni, segir að fyrirtækið hafi fengið símtal í gær þar sem óskað var eftir aðstoð.

Árni segir færeyskan viðgerðarmann annaðhvort á leiðinni til landsins með flugi eða kominn til landsins. Hans hlutverk sé að skoða vélarbilunina en starfsmenn Framtaks hafi verið beðnir um að skoða önnur atriði sem tengjast ekki vélarbiluninni.

Sjá einnig: „Skammist ykkar Íslendingar!“

Sjá einnig: „Ótrúlega aum framkoma við Færeyinga“

Vísir/Anton
Vísir/Anton

Tengdar fréttir

„Ótrúlega aum framkoma við Færeyinga“

Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×