Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í dag. Deildarmeistarar KR voru ekkert á þvíað gefa eftir þó svo titillinn sé þeirra því KR sótti flottan sigur til Keflavíkur í dag.
Hamar vann síðan öruggan sigur á Grindavík í Hveragerði. Valsstelpur náðu að stríða Haukum aðeins og Snæfell hreinlega valtaði yfir Njarðvík.
Úrslit dagsins:
Keflavík-KR 74-87
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 21, Kristi Smith 14, Pálína Gunnlaugsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Svava Stefánsdóttir 8, Rannveig Randversdóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 3, Marín Rós Karlsdóttir 2.
Stig KR: Jenny Pfeiffer-Finora 24, Unnur Tara Jónsdóttir 21, Signý Hermannsdóttir 18, Hildur Sigurðardóttir 11, Helga Einarsdóttir 6, Margrét Kara Sturludóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3.
Hamar-Grindavík 81-62
Valur-Haukar 62-68
Snæfell-Njarðvík 88-50