Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 18:36 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Lögreglan Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira