Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2020 07:00 Frá mælingu KSÍ og HR í Kórnum í Kópavogi. Vísir/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði. Fótbolti KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira