Af hverju? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 2. apríl 2020 08:00 Ráðherrar hafa ítrekað sagt að þeir vilji frekar gera meira en minna í þessu ástandi. Þeir hafa einnig sagt að nú skiptir máli að við stöndum saman og vinnum saman. Þrátt fyrir þetta gerðust ótrúlegir hlutir á Alþingi fyrr í vikunni því þá gekk þingheimur til atkvæða um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónu-faraldursins. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni, sem þó 47% af þjóðinni kaus í síðustu alþingiskosningum. Sjö spurningar Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu vegna umönnunar Covid-smitaðra sjúklinga? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukinn stuðning við fjölskyldur langveikra barna sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn eingreiðslu til eldri borgara eins og öryrkjar fá? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukna fjármuni til nýsköpunar, listafólks og íþróttastarfs en sú starfsemi er lömuð vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um frekari flýtingu mannaflsfrekra framkvæmda. s.s. við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Akureyrarflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um aukið fé til fatlaðs fólks, fólks á leigumarkaði og SÁÁ en tekjur þeirra hafa hrunið vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn lækkun tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og gegn auknu fé til hjúkrunarrýma? Samstarf aðeins í aðra átt? Þetta er allt tillögur sem auðvelt hefði verið að samþykkja og hefðu ekki sett neitt á hliðina. Þvert á móti eru þetta tillögur sem eru bráðnauðsynlegar núna, ekki síst í ljósi þess að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er allt að helmingi lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Af hverju er ekki gert meira núna fyrst stjórnarliðar tala um að gera meira? Núna í skugga heimsfaraldurs hefðu ríkistjórnarflokkarnir getað risið upp úr pólitískum skotgröfum og samþykkt einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar. Við samþykktum allar þeirra tillögur, stórar og smáar. Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt. Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar sýni samstöðu á þessum tímum. Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ráðherrar hafa ítrekað sagt að þeir vilji frekar gera meira en minna í þessu ástandi. Þeir hafa einnig sagt að nú skiptir máli að við stöndum saman og vinnum saman. Þrátt fyrir þetta gerðust ótrúlegir hlutir á Alþingi fyrr í vikunni því þá gekk þingheimur til atkvæða um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónu-faraldursins. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni, sem þó 47% af þjóðinni kaus í síðustu alþingiskosningum. Sjö spurningar Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu vegna umönnunar Covid-smitaðra sjúklinga? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukinn stuðning við fjölskyldur langveikra barna sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn eingreiðslu til eldri borgara eins og öryrkjar fá? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukna fjármuni til nýsköpunar, listafólks og íþróttastarfs en sú starfsemi er lömuð vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um frekari flýtingu mannaflsfrekra framkvæmda. s.s. við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Akureyrarflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um aukið fé til fatlaðs fólks, fólks á leigumarkaði og SÁÁ en tekjur þeirra hafa hrunið vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn lækkun tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og gegn auknu fé til hjúkrunarrýma? Samstarf aðeins í aðra átt? Þetta er allt tillögur sem auðvelt hefði verið að samþykkja og hefðu ekki sett neitt á hliðina. Þvert á móti eru þetta tillögur sem eru bráðnauðsynlegar núna, ekki síst í ljósi þess að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er allt að helmingi lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Af hverju er ekki gert meira núna fyrst stjórnarliðar tala um að gera meira? Núna í skugga heimsfaraldurs hefðu ríkistjórnarflokkarnir getað risið upp úr pólitískum skotgröfum og samþykkt einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar. Við samþykktum allar þeirra tillögur, stórar og smáar. Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt. Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar sýni samstöðu á þessum tímum. Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun