Erlent

Maður á sjötugsaldri grunaður um morð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sextíu og fjögurra ára gamall maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið tæplega fimmtugri unnustu sinni að bana í Óðinsvéum í Danmörku. Dætur konunnar komu að henni látinni á heimili hennar á þriðjudag og taldi lögregla við frumrannsókn að hún hefði verið kyrkt. Böndin bárust strax að manninum og var þegar lýst eftir honum og myndir birtar af honum í blöðum. Þetta leiddi til þess að ábendingar bárust sem dugðu til þess að maðurinn fannst og var handtekinn í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×