„Ég vonaði að þetta væri bara ekki satt“ 7. maí 2009 08:00 Ragnar erling hermannsson „Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira