Tiger fer ágætlega af stað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. maí 2009 23:15 Tiger Woods. Nordic Photos/Getty Images Players-meistaramótið í golfi hófst á Sawgrass-vellinum í dag. Líkt og áður eru öll augu á Tiger Woods. Honum gekk ágætlega fyrsta daginn og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hann er fimm höggum á eftir efstu mönnum eins og stendur. „Ég hitti kúluna virkilega vel í dag og var ánægður með það. Ég nýtti bara ekki tækifærin sem ég fékk sem voru nokkur," sagði Woods frekar sáttur eftir fyrsta daginn. Woods fékk örn og tvo fugla í dag. Á móti komu þrír skollar og þar af tveir á síðustu þremur holunum. Woods vann þetta mót árið 2001 og síðan þá hefur honum ekki gengið vel á þessu móti. Hann hefur til að mynda aðeins náð fimm hringjum undir 70 höggum á Sawgrass síðan 2001. Hann varð í 53. sæti árið 2005, 22. sæti 2006 og í 37. sæti árið 2007. Það voru lélegustu mót þeirra ára hjá Tiger. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Players-meistaramótið í golfi hófst á Sawgrass-vellinum í dag. Líkt og áður eru öll augu á Tiger Woods. Honum gekk ágætlega fyrsta daginn og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hann er fimm höggum á eftir efstu mönnum eins og stendur. „Ég hitti kúluna virkilega vel í dag og var ánægður með það. Ég nýtti bara ekki tækifærin sem ég fékk sem voru nokkur," sagði Woods frekar sáttur eftir fyrsta daginn. Woods fékk örn og tvo fugla í dag. Á móti komu þrír skollar og þar af tveir á síðustu þremur holunum. Woods vann þetta mót árið 2001 og síðan þá hefur honum ekki gengið vel á þessu móti. Hann hefur til að mynda aðeins náð fimm hringjum undir 70 höggum á Sawgrass síðan 2001. Hann varð í 53. sæti árið 2005, 22. sæti 2006 og í 37. sæti árið 2007. Það voru lélegustu mót þeirra ára hjá Tiger.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira