Erlent

Elsti hundur heims 21 árs í gær

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Afmælisbarnið, umkringt gjöfum og heiðursskjölum, ræður sér vart af kæti.
Afmælisbarnið, umkringt gjöfum og heiðursskjölum, ræður sér vart af kæti. MYND/Reuters

Elsti hundur heims fagnaði 21 árs afmæli sínu í gær en þar er um að ræða tíkina Chanel sem býr í New York. Chanel, sem er af svokölluðu dachshund-kyni, er þegar á síðum Heimsmetabókar Guinness fyrir háan aldur sinn en hundar lifa sjaldnast lengur en í 15 ár. Chanel á þó langt í land með að ná Butch, sem áður bar titilinn elsti hundur heims. Hann var orðinn 28 ára gamall þegar hann safnaðist til feðra sinna árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×