Innlent

Millistórir fólksbílar öruggir

jeppi á fólksbíl „Það er mun hættulegra ef jeppi keyrir á fólksbíl en ef tveir fólksbílar lenda í árekstri,“ segir Guðmundur Freyr Úlfarsson, sviðsstjóri við Washingtonháskóla.
jeppi á fólksbíl „Það er mun hættulegra ef jeppi keyrir á fólksbíl en ef tveir fólksbílar lenda í árekstri,“ segir Guðmundur Freyr Úlfarsson, sviðsstjóri við Washingtonháskóla. MYND/Vilhelm

Jeppar eru hættulegri en fólksbílar við útafakstur eða þegar keyrt er á harðan hlut, til dæmis vegg eða staur, og meiri líkur á alvarlegum meiðslum eða mannsláti en í fólksbílum við þessar aðstæður. Fólksbílar eru hins vegar hættulegri við árekstur jeppa og fólksbíls en jeppar.

Breyttur jeppi er hins vegar ekkert hættulegri en óbreyttur jeppi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Guðmundur Freyr Úlfarsson, sviðsstjóri við Washingtonháskóla, hefur gert ásamt öðrum þar sem borin eru saman eins slys 1991-2001. Guðmundur segir að jeppar velti meira og bílveltur séu mjög hættuleg slys.

Þegar tvö ökutæki, jeppi og fólksbíll, lenda í árekstri er jeppinn hins vegar öruggari en fólksbíllinn og sérstaklega er jeppinn hættulegur í hliðarárekstri. „Það er mun hættulegra ef jeppi keyrir á fólksbíl en ef tveir fólksbílar lenda í árekstri,“ segir hann. „Í árekstri þar sem jeppi lendir á fólksbíl minnka mikið líkurnar á því að fólk í jeppanum deyi og því er miklu öruggara að vera í jeppanum. Þeir sem eru í fólksbílunum eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja.

Guðmundur hefur gert sams konar rannsóknir í Washingtonríki og segir niðurstöðuna á sömu lund. Hann bendir á að þyngdarmunur farartækis skipti máli. Millistórir og þungir fólksbílar séu öruggastir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×