Færri andlát í ár en þrjú ár þar á undan Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 09:17 Sífellt fleiri Íslendingar fara fram á að vera brenndir eftir andlát sitt. stöð 2 Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu. Andlát Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu.
Andlát Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent