Með sanngjarnari verðlagningu yrði ferðaþjónustunni tekið fagnandi Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 11:20 Þórarinn Ævarsson, sem líklega verður kenndur við Spaðann á næstunni, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/gulli „Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
„Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira