Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Guðni Gunnarsson skrifar 15. september 2014 11:00 Sú orka sem líkaminn og frumur hans nota til að keyra sig áfram er þrúgusykur (glúkósi). Þrúgusykur er hægt að kalla úthaldsnæringu líkamans og það er lifrin sem sér um að breyta ýmsu í næringunni í þrúgusykur. Ávaxtasykur (frúktósi) – þrátt fyrir þetta fallega nafn – er tækifærið; þegar við skiljum áhrifin sem ofneysla sykurs hefur á okkur og að frúktósi hefur sömu áhrif á lifrina og neysla áfengis. Á meðan stærstur hluti þrúgusykurs fer beint í að halda frumum líkamans gangandi fer allur ávaxtasykur beint í lifrina og þar er hann meðhöndlaður sem eiturefni (eins og allt sem líkaminn sendir í lifrina). Hluti af orkunni sem þú upplifir þegar þú innbyrðir sykur er því ekki orka sem kemur úr sykrinum – heldur orku- viðbragð líkamans þegar hann keyrir sig upp til að fást við eiturefnið og vinna það út úr sér. Sykur kemur úr öllum kolvetnum, hvort sem það er sterkja (kartöflur, hveiti og hrísgrjón) eða ávextir, grænmeti, safar og gosdrykkir. Og sykur er sykur, sama hvaðan hann kemur. Samt er alltaf talað um sykur í tvennu lagi. Stærsti munurinn gagnvart heilnæmu líferni felst í forminu sem sykurinn kemur í og hvernig hann berst inn í líkamann. Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti.Í hverju felst munurinn á unnum sykri og sykri sem kemur beint úr fæðunni?Hann felst í trefjunum og samhenginu – hvort um er að ræða náttúrulega afurð eða eyðilagðan mat. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi eru trefjar algert lykilatriði fyrir skilvirka meltingu. Trefjar eru þrælar og ruslakallar meltingarinnar, draga að sér eiturefni og úrgang, hvetja meltinguna, binda vökva í hægðirnar og mýkja þær. Trefjarnar mýkja fæðuna og auka súr- efnismagnið í meltingunni með því að skapa rými innan hennar. Í öðru lagi sjá trefjarnar til þess að sykurinn, t.d. í ávöxtum og grænmeti, síast hægt og rólega út í líkamann. Maginn þarf að brjóta appelsínuna niður og komast framhjá trefjunum til að ná í þrúgusykurinn. Þannig fær líkaminn þrúgusykur jafnt og þétt og í litlum skömmtum. Berum þetta saman við nokkuð dæmigerðan hádegismat nútímamannsins, t.d. brauðsamloku, pítsu, pasta, núðlur eða kjöt með sósu og kartöflum eða hrís- grjónum. Þetta eru allt fæðutegundir sem við erum sólgin í. Ástæðan er mjög einföld. Þær eru stútfullar af sterkjunni sem kemur úr hveiti, kartöflum og hrís- grjónum. Sú sterkja er auðmelt og hún fer hratt út í líkamann og breytist í sykur. Gallinn er sá að þetta er sterkja með litlum eða engum trefjum. Bæði kartöflur og hrísgrjón innihalda fremur lítið magn af trefjum, og hvítt hveiti hefur verið unnið svo mikið að það inniheldur engar trefjar. Auk þess er yfirleitt mikill viðbættur sykur í mörgu sem fylgir fæðutegundunum sem voru taldar upp hér að ofan, t.d. í pítsusósum, pastasósum, pakkasósum og fleiru. Á meðan við lifum í þessum miklu orkusveiflum teljum við okkur þurfa orkubombur á borð við pítsur og pasta. Af því að við innbyrðum mat sem er ekki fullur af neista þá fáum við oftar þá tilfinningu að við þurfum mikla orku. Þar með leiðumst við í átt að orkubombum sem innihalda skyndiorku, sem aftur veldur orkuleysi síðar um daginn. Þetta er dæmigerður vítahringur. Við erum því miklu fremur að fita okkur með sykri en fitu. Bæði sykur og unnið salt binda talsvert magn af vökva í líkamanum. Við innbyrðum miklu meira magn af kolvetnum en við þurfum á einum degi, líkaminn fer beint í að nota þessi kolvetni og breytir þeim í fitu, í stað þess að nýta þann fituforða sem við búum yfir nú þegar. Og svo er magnið auðvitað líka umhugsunarvert. Í kringum 1940 var meðalneysla á ávaxtasykri 16–24 grömm á dag (aðallega beint úr ávöxtum og grænmeti) en í dag er hún 72 grömm á dag. Stóru stökkin í þessari neyslu fólust í því þegar stóru matvælafyrirtækin hættu að nota venjulegan sykur í vörurnar sínar (hann var orðinn svo dýr) og fóru að nota ódýrari kost, svokallað „high fructose corn syrup“ sem er unnið efni þar sem glúkósa er breytt í frúktósa til að auka sætustigið. Korn- síróp sem inniheldur hátt hlutfall af frúktósum er sú tegund sykurs sem við innbyrðum mest, ef við neytum unninna matvæla.Um gervisykurSykurlausir gosdrykkir eru kynntir til sögunnar sem orkulausir drykkir – án hitaeininga. Margar fleiri vörur eru bragðbættar með gervisykri af ýmsu tagi. Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. En málið er ekki svona einfalt. Margt bendir til þess að með neyslu gervisykurs getir þú valdið offitu, þrátt fyrir að hann innihaldi engar hitaeiningar. Þegar þú drekkur sykurlausan gosdrykk sendirðu líkamanum þau skilaboð að hann sé að fá næringu. En hann fær enga næringu, sem aftur eykur hungrið og þörfina á mat og saðningu. Þar að auki innihalda langflestir sykurlausir gosdrykkir ýmis aukefni sem eru erfið fyrir líkamann – og margir þeirra eru saltaðir með unnu salti (til að ýta undir þorsta svo að við drekkum meira). Sýrustig líkamans eykst þegar við innbyrðum sykur- lausa gosdrykki – og líkami með hátt sýrustig kallar á mat og næringu. Í þessu tilfelli gildir (eins og áður) að það skiptir meira máli hvað þú ert ekki að fá en hvað þú ert að fá. Líkaminn heldur að hann sé að fá næringu en grípur í tómt. Kærleikur,Guðni Heilsa Tengdar fréttir Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00 Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00 Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49 "Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00 Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57 Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48 Að slökkva elda Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. 13. júlí 2014 15:00 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sú orka sem líkaminn og frumur hans nota til að keyra sig áfram er þrúgusykur (glúkósi). Þrúgusykur er hægt að kalla úthaldsnæringu líkamans og það er lifrin sem sér um að breyta ýmsu í næringunni í þrúgusykur. Ávaxtasykur (frúktósi) – þrátt fyrir þetta fallega nafn – er tækifærið; þegar við skiljum áhrifin sem ofneysla sykurs hefur á okkur og að frúktósi hefur sömu áhrif á lifrina og neysla áfengis. Á meðan stærstur hluti þrúgusykurs fer beint í að halda frumum líkamans gangandi fer allur ávaxtasykur beint í lifrina og þar er hann meðhöndlaður sem eiturefni (eins og allt sem líkaminn sendir í lifrina). Hluti af orkunni sem þú upplifir þegar þú innbyrðir sykur er því ekki orka sem kemur úr sykrinum – heldur orku- viðbragð líkamans þegar hann keyrir sig upp til að fást við eiturefnið og vinna það út úr sér. Sykur kemur úr öllum kolvetnum, hvort sem það er sterkja (kartöflur, hveiti og hrísgrjón) eða ávextir, grænmeti, safar og gosdrykkir. Og sykur er sykur, sama hvaðan hann kemur. Samt er alltaf talað um sykur í tvennu lagi. Stærsti munurinn gagnvart heilnæmu líferni felst í forminu sem sykurinn kemur í og hvernig hann berst inn í líkamann. Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti.Í hverju felst munurinn á unnum sykri og sykri sem kemur beint úr fæðunni?Hann felst í trefjunum og samhenginu – hvort um er að ræða náttúrulega afurð eða eyðilagðan mat. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi eru trefjar algert lykilatriði fyrir skilvirka meltingu. Trefjar eru þrælar og ruslakallar meltingarinnar, draga að sér eiturefni og úrgang, hvetja meltinguna, binda vökva í hægðirnar og mýkja þær. Trefjarnar mýkja fæðuna og auka súr- efnismagnið í meltingunni með því að skapa rými innan hennar. Í öðru lagi sjá trefjarnar til þess að sykurinn, t.d. í ávöxtum og grænmeti, síast hægt og rólega út í líkamann. Maginn þarf að brjóta appelsínuna niður og komast framhjá trefjunum til að ná í þrúgusykurinn. Þannig fær líkaminn þrúgusykur jafnt og þétt og í litlum skömmtum. Berum þetta saman við nokkuð dæmigerðan hádegismat nútímamannsins, t.d. brauðsamloku, pítsu, pasta, núðlur eða kjöt með sósu og kartöflum eða hrís- grjónum. Þetta eru allt fæðutegundir sem við erum sólgin í. Ástæðan er mjög einföld. Þær eru stútfullar af sterkjunni sem kemur úr hveiti, kartöflum og hrís- grjónum. Sú sterkja er auðmelt og hún fer hratt út í líkamann og breytist í sykur. Gallinn er sá að þetta er sterkja með litlum eða engum trefjum. Bæði kartöflur og hrísgrjón innihalda fremur lítið magn af trefjum, og hvítt hveiti hefur verið unnið svo mikið að það inniheldur engar trefjar. Auk þess er yfirleitt mikill viðbættur sykur í mörgu sem fylgir fæðutegundunum sem voru taldar upp hér að ofan, t.d. í pítsusósum, pastasósum, pakkasósum og fleiru. Á meðan við lifum í þessum miklu orkusveiflum teljum við okkur þurfa orkubombur á borð við pítsur og pasta. Af því að við innbyrðum mat sem er ekki fullur af neista þá fáum við oftar þá tilfinningu að við þurfum mikla orku. Þar með leiðumst við í átt að orkubombum sem innihalda skyndiorku, sem aftur veldur orkuleysi síðar um daginn. Þetta er dæmigerður vítahringur. Við erum því miklu fremur að fita okkur með sykri en fitu. Bæði sykur og unnið salt binda talsvert magn af vökva í líkamanum. Við innbyrðum miklu meira magn af kolvetnum en við þurfum á einum degi, líkaminn fer beint í að nota þessi kolvetni og breytir þeim í fitu, í stað þess að nýta þann fituforða sem við búum yfir nú þegar. Og svo er magnið auðvitað líka umhugsunarvert. Í kringum 1940 var meðalneysla á ávaxtasykri 16–24 grömm á dag (aðallega beint úr ávöxtum og grænmeti) en í dag er hún 72 grömm á dag. Stóru stökkin í þessari neyslu fólust í því þegar stóru matvælafyrirtækin hættu að nota venjulegan sykur í vörurnar sínar (hann var orðinn svo dýr) og fóru að nota ódýrari kost, svokallað „high fructose corn syrup“ sem er unnið efni þar sem glúkósa er breytt í frúktósa til að auka sætustigið. Korn- síróp sem inniheldur hátt hlutfall af frúktósum er sú tegund sykurs sem við innbyrðum mest, ef við neytum unninna matvæla.Um gervisykurSykurlausir gosdrykkir eru kynntir til sögunnar sem orkulausir drykkir – án hitaeininga. Margar fleiri vörur eru bragðbættar með gervisykri af ýmsu tagi. Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. En málið er ekki svona einfalt. Margt bendir til þess að með neyslu gervisykurs getir þú valdið offitu, þrátt fyrir að hann innihaldi engar hitaeiningar. Þegar þú drekkur sykurlausan gosdrykk sendirðu líkamanum þau skilaboð að hann sé að fá næringu. En hann fær enga næringu, sem aftur eykur hungrið og þörfina á mat og saðningu. Þar að auki innihalda langflestir sykurlausir gosdrykkir ýmis aukefni sem eru erfið fyrir líkamann – og margir þeirra eru saltaðir með unnu salti (til að ýta undir þorsta svo að við drekkum meira). Sýrustig líkamans eykst þegar við innbyrðum sykur- lausa gosdrykki – og líkami með hátt sýrustig kallar á mat og næringu. Í þessu tilfelli gildir (eins og áður) að það skiptir meira máli hvað þú ert ekki að fá en hvað þú ert að fá. Líkaminn heldur að hann sé að fá næringu en grípur í tómt. Kærleikur,Guðni
Heilsa Tengdar fréttir Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00 Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00 Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49 "Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00 Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57 Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48 Að slökkva elda Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. 13. júlí 2014 15:00 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00
Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00
Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00
Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49
"Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00
Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00
Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00
Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14
Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57
Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48
Að slökkva elda Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. 13. júlí 2014 15:00