Sport

Sportið í dag: Böðvar frá KR, lyfjamál, pílukast og Kári í skúrnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er alla virka daga á Stöð 2 Sport klukkan 15:00.
Sportið í dag er alla virka daga á Stöð 2 Sport klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson eru í sumarskapi og bjóða upp flottan þátt af Sportinu í dag. Að venju hefst þátturinn klukkan 15:00.

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, kemur í stólinn en það er maður sem liggur ekki á skoðunum sínum. 

Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirliti Íslands fer yfir stöðu lyfjamála á þessum fordæmalausu tímum. 

Svo verður hitað upp fyrir pílumótið í kvöld og einnig verður kíkt í nýjan og glæsilegan búningsklefa hjá handknattleiksliði FH. 

Að lokum verður Kári Kristján Kristjánsson með innslag úr skúrnum góða í Eyjum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×