Fótbolti

Freyr og læri­sveinar upp úr fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson sá sína menn í Kortrijk vinna nauðsynlega sigur í kvöld.
Freyr Alexandersson sá sína menn í Kortrijk vinna nauðsynlega sigur í kvöld. Getty/ Isosport

Freyr Alexandersson stýrði Kortrijk til sigurs í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Kortrijk vann þá 1-0 heimasigur á botnliði Beerschot. Þetta var nauðsynlegur sigur fyrir Kortrijk á móti langneðsta liði deildarinnar.

Kortrijk hefur nú unnið fjóra af fyrstu tólf leikjum sínum en þessi þrjú stig skila liðinu upp úr fallsæti og upp í tólfta sæti deildarinnar.

Eina mark leiksins skoraði franski miðjumaðurinn Abdoulaye Sissako á 61. mínútu. Hann skallaði þá inn hornspyrnu Abdelkahar Kadri.

Kortrijk var minna með boltann í leiknum en átti fleiri skot á markið og var með hærra xG.

Patrik Gunnarsson gat ekki spilað í marki Kortrijk vegna meiðsla en Tom Vandenberghe hélt marki sínu hreinu í forföllum íslenska markvarðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×