Nýr aðstoðarmaður ráðherra sinnir starfinu með skóla Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 20:28 Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, segist hlakka til að takast á við starfið. Mynd/Utanríkisráðuneytið „Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur. Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur.
Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45
204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15
22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02