204 milljónir í laun aðstoðarmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. desember 2014 11:15 Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira